Námskrá skólans

Skólanámskráin

Námskrá Tálknafjarðarskóla 2012-2014

Nú liggur fyrir ný aðalnámskrá frá menntamálaráðuneytinu og eru flestir skólar byrjaðir að móta sér nýja skólanámskrá og starfsáherslur í takti við hana. Kennarahópur skólans hefur brett upp ermar í vetur og þróað nýja skólanámskrá fyrir Tálknafjarðarskóla í samvinnu við nemendur, foreldra og skólanefnd sveitarfélagsins. Meðal þess sem litið var til, eru skólanámskrár Hjallastefnuskóla og hvernig hugmyndaáherslur Hjallastefnunnar geta samræmst og samofist starfinu við Tálknafjörð.

Skólanámskrá grunnskóla 2015-2016

Skólanámskrá leikskóla 2015-2016


Sérfræðiþjónustan

Eyrún Ísfold er og var talkennari skólans og kemur reglubundið í skólann. Sálfræðiþjónusta er í höndum Berglindar Brynjólfsdóttur, sálfræðings Hjallastefnunnar sem tók við af Matthíasi Matthíassyni sem var sálfræðingur skólans.

Heimsóknir þessara sérfræðinga eru að minnsta kosti tvisvar á skólaári auk þess sem skólastjóri hefur ávallt aðgengi að þeim eftir þörfum. Við leitum einnig til annarra sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum ef þarfir barna krefjast.

Félagsmálastjóri Vesturbyggðar sinnir einnig félags- og barnaverndarmálum í Tálknafirði og er það Arnheiður Jónsdóttir arnheidur@vesturbyggd.is


Kennsluráðgjöf

Kristín Jónsdóttir er ráðgjafi skólans enda þaulreyndur kennari.

Hún er leiðtogi grunnskólastigs Hjallastefnunnar.