Spjaldtölvur og umhverfið okkar í samstarfi milli landa, ISE-verkefnið

Haustið 2013 hófst nýtt þróunarverkefni sem Tálknafjarðarskóli á aðild að. Þrír skólar í þremur löndum sóttu saman um norrænan styrk og fengu til tveggja ára. Samstarfsskólarnir eru Fredrikshovs Slotts Skola í Stokkhólmi í Svíþjóð og Rakvere Gymnaasium í Rakvere-borg í Eistlandi og nemendur sem þátt taka eru á aldrinum 11-14 ára.

Verkefnið snýst um notkun spjaldtölva og upplýsingatækni í margvíslegum viðfangsefnum í umhverfi og átthögum okkar. Við köllum það ISE-verkefnið. ISE vísar til heimalandanna, Íslands, Svíþjóðar og Eistlands og er jafnframt skammstöfun á lykilorðum í verkefnisheitinu: Innovative use of smartpads and environmental issues.

Margir muna efalaust eftir 50 manna hópi Eistlendinga og Svía sem kom hingað í október 2013 og svo fórum við til Eistlands vorið 2014. Framundan er svo að heimsækja félaga okkar í Stokkhólmi á vordögum 2015. Myndir og nemendaverkefni tengd þessu þróunarstarfi má sjá á vefnum okkar: iseproject.is