Starfsáætlanir

Starfsáætlun 2017-2018

Námsáætlanir

Jafnréttisáætlun skólans

Hjallastefnan byggir á þeirri grundvallarhugsjón að allir skulu eiga jöfn tækifæri og að enginn þurfi að gjalda fyrir stöðu sína eins og segir í 65. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands: "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."

Önnur meginregla Hjallastefnunnar kveður líka skýrt á um afstöðu okkar í jafnréttismálum: "Hjallastefnuskólar leitast við að sýna öllum starfsmönnun fyllstu sanngirni og réttlæti og eru allir velkomnir og jafnréttháir til starfa óháð kyni, kyn- og litarþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, kynhneigð, menningu eða stöðu að öðru leyti. Ef tungumálaörðugleikar hamla starfsmanni í daglegum verkum, skal skólinn eiga frumkvæði að því að finna náms- og þjálfunarleiðir fyrir viðkomandi í íslensku. ... Jafnræðis skal gætt gagnvart starfsmönnum á öllum sviðum; þar á meðal hvað varðar laun og önnur starfskjör, starfsframa og starfsaðstæður. Starfsmenn hafa aðgang að yfirmanni skólans með athugasemdir sínar og umkvartanir vegna allra mála og skulu ávallt leita eftir svörum eða aðstoð innan skólans áður er leitað er til annarra aðila. Allir hafa síðan áfrýjunarrétt til fulltrúa Hjallastefnunnar ef þurfa þykir sem vinnur þá að lausn málsins með yfirmanni viðkomandi skóla."Umbótaáætlun skólans

Markmið Hjallastefnunnar er að mæta ávallt hverju barni þar sem það er, bæði einstaklingslega og félagslega. Mat okkar er að TRAUST foreldra til skólans skipti sköpum fyrir velferð barnsins í skólanum og eins fá foreldrar upplýsingar frá barninu sem skólinn fær ekki. Þetta traust þarf að rækta og upplýsingar verða að skila sér milli heimilis og skóla. Venjulegast gerist það í daglegu starfi en auk þess er leitað kerfisbundið eftir athugasemdum foreldra með könnunum og loks er ábendingarreitur á heimasíðunni til að allir finni leið sem þeim hentar til að koma upplýsingum, athugasemdum og beiðnum um breytingar til skólans.

Á mótum haust- og vorannar er ávallt gerð foreldrakönnun á vegum Hjallastefnunnar þar sem leitað var eftir áliti foreldra á starfi skólans. Í kjölfarið er unnin umbótaáætlun og hún kynnt forelrum. Hjallastefnuskólar eru óhræddir við kröfur frá foreldrum þannig að ... LÁTIÐ OKKUR VITA HVAÐ MÁ BETUR FARA OG VIÐ BREGÐUMST JÁKVÆTT VIÐ :)

Umbótaáætlun Tálknafjarðarskóla 2012-2013

Umbótaáætlun Tálknafjarðarskóla 2014-2015

Eineltisáætlun skólans

Afstaða Hjallastefnunnar er skýr. Ofbeldi í orðum eða athöfnum er ALDREI liðið. Skólanum ber að þjálfa jákvæða skólamenningu og jákvæð samskipti og grípa STRAX til árangursríkra aðgerða ef brestir koma upp.

Grundvöllur hinna jákvæðu samskipta er annars vegar „Kynjanámskrá Hjallastefnunnar" og hins vegar „Meginreglur Hjallastefnunnar".

Eineltisáætlun grunnskóla Hjallastefnunnar

Reglur til hliðsjónar í matartímum

Allar máltíðir grunnskólabarna er hluti af skólastarfinu rétt eins og hvað annað sem fer fram í skólanum. Allir starfsmenn skólans borða með börnum og barnahópnum er skipt upp í mat til að til að tryggja rósemd og matarfrið fyrir alla.

Matarstaðlar Hjallastefnunnar eru leiðarvísir hvað varðar matseld og innihald þeirra máltíða sem boðið er upp á hverju sinni. Matarstaðlarnir eru finnanlegir á tengli neðst á matseðilssíðunni í skólanum.

Reglur fyrir matartíma grunnskólabarna