Skóli á grænni grein


Tálknafjarðarskóli flaggar grænfánanum svonefnda til marks um það starf sem unnið er í skólunum á sviði umhverfismenntar en skólinn fékk fánann afhentan í fyrsta sinn árið 2006.

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga sjö skref. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.

Græna nefnd Tálknafjarðarskóla

Sérhvern árgangur Tálknafjarðarskóla á fulltrúa í Grænu nefndinni sem er umhverfisnefnd skólans.

Skólaárið 2017-2018 skipa eftirtaldir nemendur grænu nefndina:

Victoria Sæmundsdóttir 2.bekk
Sölvi Bjarnason 3.bekk
Jóna Stefanía Guðlaugsdóttir 6.bekk
Bjarndís Anika Einisdóttir 7.bekk
Aleksandra Konopko 7.bekk
Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir 8.bekk Sigurður Árni Hugason 9.bekk

Einnig er í nefndinni Guðlaug Björgvinsdóttir fyrir hönd grunnskólans.

Aðstoðarmaður Grænu nefndarinnar og verkefnisstjóri grænfánastarfsins er Lára Eyjólfsdóttir.

img_7708.jpg

Tálknafjarðarskóli, Sveinseyri | Sími: 456-2537 | Netfang: talknafjardarskoli@hjalli.is
Ný síða Veftré
Einingar
Máltíð vikunnar
Slembimyndir
Dagatal
Texti
$(function() {$.cms.poll("9f545941-cf1a-48ad-aedd-6911e308658b", 'talknafj.hjalli.is'); });