Fréttir og myndir frá Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla.

Vor 2017


Haust 2016

Afhending 6. Grænfánans 1.desember 2017

Vor 2016

Matarsóun. Blað sem borið var í hvert hús.


Á Grænfánafundi í janúar sagði Noah okkur frá fallega burstabænum sem börnin á græna kjarna bjuggu til úr endurunnu efni.


Rafmagnslausi dagurinn okkar í janúar.

Haust 2015


Nemendur tóku þátt í verkefninu Jól í skókassa og var gaman að sjá hve spennt og ánægð þau voru að útbúa kassana.Hér eru nemendur á 6 og 7 ára kjarna að mála og gera umhverfi skólans snyrtilegt.


9 og 10 ára nemendur fóru í fjöruna og týndu ruslið sem varð á vegi þeirra. Sumt var í stærri kantinum :)

Vor 2015

Fréttabréf Grænfánanefndar mars 2015


Tekið til í fjörunni.


Hreyfimánuðurinn okkar byrjaði í apríl.


Hér er búið að sá í pott og það verður gaman að sjá hvað kemur.


Nemendur á yngri kjarna bjuggu til fallega hnetti úr endurunnum pappír í tilefni sólmyrkvans í mars.


Þessar duglegu vinkonur báru fréttabréfið okkar í hús.

Haust 2014


Í desember afhenti Indriði sveitarstjóri okkur fimmta Grænfánann.Hér eru nemendur af yngri kjörnunum með taupokana sína sem þau saumuðu úr bolum. Virkilega vel gert hjá þeim.


Eldri drengjakjarni að baka eplaköku í útigrillinu góða.


Við höfðum opinn fund í Grænfánanefnd í október þar sem allir voru velkomnir.


Hreyfimánuðurinn okkar er byrjaður, við hvetjum alla til að taka þátt.

Upplýsingabæklingur desember 2012.

Upplýsingar frá gula og græna kjarna apríl 2012


Fuglahúsin.Drengirnir á yngri kjarna smíðuðu þessi fallegu fuglahús hjá Kollu og voru þau sett upp á á lóðinni okkar.

Kartöflugarðurinn.


Í maí settum við niður kartöflur.

Maí. Ruslatýnsla í þorpinu okkar.

Þessi duglegu nemendur gengu um götur bæjarins og týndu allt rusl sem þau sáu.

Apríl. Hreyfimánuðurinn okkar er byrjaður!

Mánudaginn 28.apríl byrjuðum við á hreyfimánuðinum okkar. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að koma gangandi eða hjólandi í skólann og eins og áður er merkt við alla.Gaman er að sjá hve margir eru duglegir að ganga eða hjóla í skólann.

Apríl. Umhverfisdagurinn okkar.

Við höfðum umhverfisdag í skólanum 11.apríl. Markmiðið var að endurnýta og endurvinna úr alls kyns efnivið. Nemendur bjuggu til kertakrukkur, diskókúlur, kastala og margt fleira. Einnig voru gerð fleiri umhverfisskilti til að setja út á tjaldsvæði með hvatningu um góða umgengni. Drengirnir á unglingakjarna bjuggu til stuttmynd sem gaman verður að sjá.

Mars. Matarafgangar vigtaðir í matsal.Þessa viku ætlum við að vigta alla matarafganga. Markmiðið með því er að vekja athygli á að nýta matinn vel og klára af disknum. Með því vonumst við til að engum mat sé hent og að hægt sé að nýta matarafganga betur.Davíð og Guðni Freyr sjá hér um að vigta afganginn á sínu borði.

Mars.Ruslatýnsla í fjörunni.Stúlkur og drengir á miðkjarna nutu góða veðursins og fóru í fjöruna.Það var gott að hafa föturnar meðferðis til að týna rusl í því alltaf sjáum við eitthvað sem á ekki að vera og þá er gott að geta tekið það með heim.

Febrúar. Minnum á að minnka plastpokanotkun!

Þessi duglegu nemendur gengu í hús á Tálknafirði og gáfu þessa fínu taupoka ásamt hvatningu um að minnka plastpokanotkun. Það var fyrirtækið heilsa.is og Tálknafjarðarskóli sem gerðu okkur kleift að gefa pokana og fyrir það erum við mjög þakklát.

Börnin á græna kjarna við útigrillið okkar.Þessar duglegu stúlkur á græna kjarna nýttu sér góða veðrið um daginn og grilluðu við útigrillið okkar góða en þar höfum við átt margar góðar stundir.

Rafmagnslaus dagur.Við höfðum rafmagnslausan dag í skólanum sem var mjög skemmtilegt, sumir komu í náttfötum og voru með vasaljós. Það var notaleg stemming, stúlkurnar á yngri kjarna notuðu vasaljósið við lærdóminn því ekki var slegið slöku við.
Endurvinnsla á pappír.


Nemendur á yngri kjörnunum hafa verið að læra endurvinnslu hjá Kollu og Hrefnu. Til dæmis lærðu þau að endurvinna afgangs pappír sem þau síðan nota í bókagerð.

Bókagerð.Hér eru stúlkurnar á yngri kjarna með fallegu bækurnar sem þær gerðu úr endurunnum pappír.

Skipt um fána.

Þau Hafdís og Davíð eru fulltrúar 10.bekkjar í Grænfánanefnd. Þau tóku það að sér að skipta um fána þvi gamli fáninn var ansi slitinn.

Í náttúrusmiðju við eldstæðið.

Við erum dugleg að nota útigrillið okkar, það er mjög skemmtilegt. Hér erum við að grilla hike brauð.

Jólasöngfundur í desember 2013

Við höfum skapað þá hefð að hafa jólasöngfundinn úti við grillið okkar vinsæla og kakó og kökur á eftir. Þetta var dásamleg stund sem við áttum saman.

Haust 2013

Grænafánanefnd.

Þessi fíni hópur sér um að halda reglulega fundi í Grænfánanefnd þetta skólaárið.

Hreyfimánuði lokið.

Nemendur hafa verið ákaflega duglegir að koma gangandi eða hjólandi í skólann og við hvetjum alla til að halda því áfram.

Ruslatýnsla.


Stúlkurnar á yngri kjarna fóru um skólalóðina og týndu allt rusl því okkur finnst mikilvægt að hafa umhverfið okkar snyrtilegt.

Útikennslutími.
Umhverfi okkar hentar mjög vel í útikennslu, yngri stúlkur fóru í fjöruna og leystu verkefni í dásamlegu veðri.

Í náttúrusmiðju.

Drengir á eldri drengjakjarna grilluðu gómsætt hike brauð.

Í kartöflugarðinum.


Þessi fallegi hópur kom og setti niður kartöflur í vor.
Og duglegu stúlkurnar af gula kjarna komu með Guðlaugu að setja niður.

Veggspjald í vinnslu.


Sindri teiknar Grænfánann og Hjallastefnufánann á veggspjald.

Veggspjaldið sem sett var upp í íþróttahúsi.

Tekin var mynd af öllum kjörnum ásamt góðum,umhverfisvænum heilræðum og veggspjaldið var sett á vegg í íþróttahúsinu til að minna á okkar starf.

Grænfánaafhending á Bíldudal vor 2013.


Þann 8.maí fengu skólar í Vesturbyggð afhentan Grænfánann. Þessir fulltrúar Grænfánanefndar Tálknafjarðarskóla fóru í Bíldudalsskóla ásamt verkefnisstjóra til að óska þeim til hamingju með þennan frábæra árangur.

Útikennslutími í skógræktinni.


Magnús Óskar flytur frumsamið ljóð.

Rafmagnslausi dagurinn í febrúar.


Í febrúar var rafmagnslaus dagur hjá okkur, kertaljós og kósíheit. Notast var við vasaljós um morguninn áður en birti. Þetta var mjög skemmtilegt og allir höfðu gaman af.

Í skógræktinni.


Börnin á gula og græna kjarna útbjuggu appelsínukörfu fyrir fuglamatinn.

Útigrill í náttúrusmiðju í janúar.


Í janúar var náttúrusmiðja hjá eldri drengjakjarna og notuðum við góða veðrið til að grilla góðgæti á útigrillinu okkar.


Haust 2012

Hreyfimánuðurinn í september


Þessi duglegu nemendur komu hjólandi í skólann og voru að sjálfsögðu öll með hjálm.

Í kartöflugarðinum.


Nemendur á yngri kjarna búin að taka upp kartöflur. Uppskeran var frekar rýr þetta árið en gleðin var í fyrirrúmi.

Umhverfismarkmiðin okkar.


Hann Jón Aron sem er einn af fulltrúum eldridrengjakjarna sá til þess að leikskólakjarnarnir fengu sín markmið í ramma.

Varðeldur, söngur og gleði í desember.


Í desember fengum við Grænfánann afhentan í fjórða sinn, af því tilefni kveiktum við varðeld og sungum saman.

Útikennslutími í skógræktinni


Í desember fór yngri stúlknakjarni í útikennslutíma í skógræktinni. Þar var lært um ýmsar trjátegundir og hópurinn naut þess að vera úti í náttúrunni.

10. febrúar 2010:
Græna nefndin beinir því til íbúa á Tálknafirði að koma kertaafgöngum í skólann og nemendur eru beðnir um að koma með tómar skyr og júgúrt dósir til endurvinnslu.