Rafmagnslaus náttfatadagur 2. febrúar

08 Feb 2018

Föstudaginn 2. febrúar var mikil stemming á öllum kjörnum í skólanum. Þá var haldinn rafmagnslaus dagur og þá komu nemendur sem það vildu í náttfötum og sumir komu með bangsa og vasaljós með í skólann. Mikil stemming og fjör. Meðfylgjandi mynd er af nemendum á miðkjarna.

Mynd: Guðlaug A. Björgvinsdóttir