Heimsókn í varðskipið Tý

20 Mar 2018

Þar sem varðskipið Týr var við bryggju í gær, hringdum við í Landhelgisgæsluna og spurðum hvort við mættum ekki koma og skoða skipið. Það var alveg sjálfsagt mál og fórum við öllsömul að skoða skipið. Við fengum einstaklega góðar móttökur og góða kynningu á skipinu og starfsemi Landhelgisgæslunnar. Þetta fannst okkur áhugavert og skemmtilegt.